Skip to main content

Skilareglur

 

1. Þegar skila á vöru skal hafa samband við starfsmann þegar komið er inn í verslunina.

2. Við vöruskil þarf að framvísa kassakvittun eða sýna fram á að varan sé með skilamiða.

3. Sé vöru skilað innan 14 daga frá dagsetningu kassakvittunar er varan endurgreidd samkvæmt söluverði kassakvittunar.

4. Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum þegar vöru er skilað er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluvirði vörunnar á kassakvittun.

5. Ef mismunur á verði vöru sem keypt er og inneignarnótu er meiri en 500 kr. er gefin út ný inneignarnóta fyrir eftirstöðvunum.

6. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að umbúðir og vara séu óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða.

7. Gjafabréf gilda í 4 ár frá útgáfudegi.

8. Inneignarnótur er einungis hægt að nota í verslun KRUMMA ehf til kaupa á vörum í smásölu, ekki er hægt að reikningsfæra eða skuldajafna inneignarnótu. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi gegn framvísun frumrits.

9. Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu nema um annað sé sérstaklega samið.

10. Sé vara keypt innan 14 daga fyrir upphaf útsölu skal við skil hennar eftir að útsala hefst miða við verð vörunnar á útsölunni nema seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. Neytandi á þó ávalt rétt á inneignarnótu og skal þá miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar.

11. Inneignarnótu sem gefin hefur verið út innan 14 daga fyrir útsölu eða meðan útsala stendur er ekki heimilt að nota á útsölunni nema með samþykki seljanda.

12. Starfsmönnum er heimilt að neita móttöku skilavöru og endurgreiðslu á vöru ef kassakvittun er ekki til staðar.

13. Vöruskil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning.

14. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.