LA SIESTA Hæginda hengistóll

kr. 29.230kr. 33.900

Hæginda hengistóll frá La Siesta. Þolir allt að 130 kg en lágmarkshæð til að hengja hengistólinn upp er 210cm. Breidd stangarinnar 110cm og málin á dúknum 115x180cm. Hengistóllinn hentar því bæði til setu og legu. Í upphengilykkjunni er innbyggður snúningsliður sem kemur í veg fyrir að strengirnir verði yfirundnir.

Hengistólarnir eru annars vegar úr GOTS vottaðri lífrænni bómull og hins vegar úr HamacTex veðurþolnu efni, en allir eru þeir handgerðir í Kólumbíu. Bómullin er mýkri, en veðurþolna efnið er myglu og UV þolið. Veðurþolna efnið er einnig fljótara að þorna og upplitast síður. Ef ætlunin er að skilja hengistólinn eftir úti í engu skjóli, er öruggara að velja veðurþolna efnið. Stöngin í báðum gerðum er úr bambus, sem gerir hana einstaklega veðurþolna.

Þvo má hengistólana á 30° viðkvæmu prógrammi ef stöngin er fjarlægð. Mælt er með að binda strengina saman fyrir þvott svo þeir flækist síður. Hengistólarnir mega alls ekki fara í þurrkara og gæta þarf sérstaklega að greiða vel úr strengjunum við uppsetningu.

Vörunúmer: LASSTOLL Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Efni

Lífræn bómull, Veðurþolið

Gerð

Domingo, Habana

Litur

Sea Salt, Cedar, Toucan, Lime, Zebra, Latte, Flamingo, Azure, Agave, Onyx, Blue zebra

vörumerki

La Siesta