LA SIESTA Hæginda hengistóll
kr. 29.230 – kr. 33.900
Hæginda hengistóll frá La Siesta. Þolir allt að 130 kg en lágmarkshæð til að hengja hengistólinn upp er 210cm. Breidd stangarinnar 110cm og málin á dúknum 115x180cm. Hengistóllinn hentar því bæði til setu og legu. Í upphengilykkjunni er innbyggður snúningsliður sem kemur í veg fyrir að strengirnir verði yfirundnir.
Hengistólarnir eru annars vegar úr GOTS vottaðri lífrænni bómull og hins vegar úr HamacTex veðurþolnu efni, en allir eru þeir handgerðir í Kólumbíu. Bómullin er mýkri, en veðurþolna efnið er myglu og UV þolið. Veðurþolna efnið er einnig fljótara að þorna og upplitast síður. Ef ætlunin er að skilja hengistólinn eftir úti í engu skjóli, er öruggara að velja veðurþolna efnið. Stöngin í báðum gerðum er úr bambus, sem gerir hana einstaklega veðurþolna.
Þvo má hengistólana á 30° viðkvæmu prógrammi ef stöngin er fjarlægð. Mælt er með að binda strengina saman fyrir þvott svo þeir flækist síður. Hengistólarnir mega alls ekki fara í þurrkara og gæta þarf sérstaklega að greiða vel úr strengjunum við uppsetningu.
Viðbótarupplýsingar
Þyngd | Á ekki við |
---|---|
Ummál | Á ekki við |
Efni | Lífræn bómull, Veðurþolið |
Gerð | Domingo, Habana |
Litur | Sea Salt, Cedar, Toucan, Lime, Zebra, Latte, Flamingo, Azure, Agave, Onyx, Blue zebra |