LA SIESTA Festingar fyrir hengirúm og -stóla

kr. 4.200kr. 7.860

Festingarnar frá La Siesta eru tvenns konar: CasaMount og TreeMount. CasaMount skrúfast fast við veggi og loft, en TreeMount lykkjast utan um tré og staura. Með hverri festingu fylgir 3 m langt reipi og SmartHook krókur úr pólamíð styrkt með trefjagleri. CasaMount festinguna er hægt að festa við flestar gerðir veggja og lofts, svo sem timbur, steypu og bita. Með hverri slíkri festingu fylgja 4x tappar og skrúfur. TreeMount festingin er sérstaklega hönnuð til að valda sem minnstum skaða á berki trjáa. Sú festing er úr 40 mm breiðum strappa sem lykkjast utan um tré, grein eða staur.

Hægt er að fá hvora gerð festinga í pakka með stakri eða pari af festingum, það er fyrir hengistól eða hengirúm. Burðarþol festinga fyrir hengistóla er 160 kg en fyrir hengirúm er það 200 kg. Festingarnar eru veður- og UV-þolnar. Þær eru hannaðar og framleiddar í Þýskalandi og TÜV-öryggisvottaðar.

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Gerð

CasaMount, TreeMount

Fjöldi

Fyrir hengistól, Fyrir hengirúm