Einingakubbar

Einingakubbarnir frá Community eru fjölhæf leik- og námsgögn fyrir börn á yngri skólastigum.

Nauðsynlegt er að bjóða börnunum upp á nægilega mikið magn af kubbum, nægt rými og nægan tíma. Þannig skapast kjöraðstæður fyrir börn til að byggja og læra í gegnum leik.

Skólasettið er nógu stórt til að halda 18–20 börnum uppteknum. Þar er að finna mikið magn af þeim kubbum sem eru mest notaðir en einnig gott úrval af öllum formum.

Gæðin í kubbunum gera það að verkum að þeir endast og endast þrátt fyrir mikla notkun. Kubbarnir eru smíðaðir af mikilli nákvæmni og skeikar einungis innan við 0,25 mm milli kubba.

Lýsing

Mælt með fyrir börn á aldrinum 3–8+ ára

Í skólasettinu er að finna 720 kubba í 20 formum, smelltu hér til að fá nánari upplýsingar

Kubbarnir eru smíðaðir eftir mikilli nákvæmni og gerðir til að endast og tryggja stöðugleika þegar verið er að byggja úr kubbunum.

Kubbarnir eru úr birki og eru rennisléttir og eru allar brúnir jafnt bognar.

Einingakubbarnir eru búnir til eftir ákveðnum stærðar hlutföllum sem ganga upp í eina einingu. Grunnkubburinn, ein eining, er 14 cm langur. Hann er tvisvar sinnum lengri en breidd hans og breiddin er tvisvar sinnum lengri en þykkt hans.

Þetta á líka við um mini einingakubbana, mini holukubbana og holukubbana. Þeir eru búnir til eftir sömu grunnhugmynd um stærðar hlutföllum.

Úrval af skápum og hillum eru í boði undir einingakubbana.

Þér gæti einnig líkað við…