Fallegar trommur úr ryðfríu stáli sem koma í tveimur stærðum. Minni tromman er með 6 nótum en stærri tromman er með 8 nótur. Það er auðvelt að spila á trommurnar og í raun nóg að nota hendurnar til þess. Minni tromman er stillt í C-dúr á meðan stærri tromman er stillt í G-dúr en báðir hljómarnir eru algengir í tónlistarheiminum.
Hápunktar
- Gott aðgengi
- Hjólastólaaðgengi
- Hentar vel fyrir eldri borgara
- Þjálfar og örvar tónheyrn og samhæfingu