LA SIESTA Standar fyrir hengistóla
kr. 44.000 – kr. 87.260
Standarnir frá La Siesta eru ýmist úr timbri eða stáli. Auðvelt er að stilla hæðina á festingunum í tréstöndunum, en burðarþol þeirra er 160 kg. Þeir henta því bæði hæginda- og fjölskylduhengistólum. Mediterráneo-stálstandurinn hefur hinsvegar minna burðarþol, eða 130 kg og hentar því eingöngu hæginda hengistólum.
Viðarstandurinn Calma er úr FSC™ vottuðu síberíulerki sem er sérstaklega veðurþolin viðartegund. Auk þess er búið meðhöndla viðinn með sérstakri háþrýsti lamineringu og aðferð til að gera hann vatnsþolnari. Calma er framleiddur í Kína.
Stálstandurinn Mediterráneo er dufthúðaður sem gerir hann endingargóðan og auðveldan að hreinsa. Hann er mjög einfaldur og fljótlegur í samsetningu sem gerir hann einkar meðfærilegan. Stálstandarnir eru framleiddir á Ítalíu.
Stástandarnir Amura og Arcada eru galvanhúðaðir sem gerir þá endingargóða, tilvalda fyrir notkun utandyra og mjög auðvelda að hreinsa. Þeir eru mjög einfaldir og fljótlegir í samsetningu og einkar meðfærilegir. Hægt er að stilla hæðina á þeim þannig að hægt er að nota þá fyrir allar stærðir á hengistólum.
Viðbótarupplýsingar
Þyngd | Á ekki við |
---|---|
Ummál | Á ekki við |
Efni | Viður, Stál |
Gerð | Calma, Vela, Mediterráneo, Amura, Arcada |
Stærð | Hæginda, Fjölskyldu, Allar stærðir |